fbpx

Amelia Booking

apríl 11, 2019

Við völdum Amelia Booking og þýða það vega mikla möguleika sem það býður upp á. Með einfaldri uppsetningu og mjög þægilegu viðmóti getum við sett upp bókunarkerfi á stuttum tíma sem stenst allar kröfur sem við höfðum. Þetta kerfi hentar mjög vel þeim sem eru að selja þjónustu og þurfa að láta bóka tíma. Dæmi um rekstur sem þetta kerfi er fullkomið fyrir eru gleraugnaverslanir, hárgreiðslustofur, læknastofur og önnur sérhæfð þjónusta.

Eiginleikar kerfis

Það sem við lögðum upp með að þyrfti:

01

Virka beint á netinu

Allt ferlið þurfti að vera rafrænt og án þess að starfsmaður þyrfti að gera neitt. Vildum setja þetta beint á vefi án þess að það væri flókið eða erfitt að vinna á kerfinu.

02

Skalanlegt og snjallt

Það átti að virka bæði á tölvum og síma, ásamt því að líta vel út á báðum. Það þurfti að bjóða uppá að raða tímum upp og nýta þau göt sem myndast. Þurfti það að vera með stuðning fyrir marga starfsmenn og einnig fleiri en eina staðsetningu.

03

Samkeyrsla við kerfi

Settum við kröfu um að kerfið væri með beggja átta samkeyrslu við dagatal. Ef tími er bókaður á netinu fer það á dagatal starfsmanns en einnig ef hann er bókaður á fund að það lokist á tímann á netinu. Möguleikinn átti að vera til staðar að samkeyra með öðrum kerfum.

04

Sjálfvirkar áminningar

Senda átti tölupósta til að staðfesta þær bókanir sem voru gerðar en einnig töldum við stórann kost ef það gæti sent SMS á Íslandi. Getum við sent áminnigar fyrir tímann en einnig eftirfylgni beint útúr kerfinu án þess að gera neitt handvirkt.

05

Tölfræði

Hægt sé að fletta upp og skoða hvenar bókanir hafa verið gerðar eftir tímabilum. Varð að vera hægt að fletta upp hvernig bókanir voru á vissum dögum en einnig að hægt væri að sjá fjölda bókana almennt og sölu.

04

Greiðslur

Með því að hægt sé að borga beint á netinu flýtir það fyrir afgreiðslum. Ekki þarf að láta viðskiptavin bíða eða borga við kassan áður en þjónusta er hafin. Þurfti þetta að virka með Woo-Commerce svo möguleikinn væri að keyra sölur saman.

Mynd segir meira en þúsund orð

 

 

 

 

Allt þetta og meira til gerði Amelia Bokkings og því var tekin sú ákvörðun að þýða kerfið í heild sinni yfir á íslensku.

     Við það sáum við enn þá meira tækifæri til að getað innleitt þetta fyrir okkar viðskiptavini. Þýðingin sem við gerðum verður svo aðlöguð að hverjum viðskiptavin fyrir sig.

     Kerfið býður upp á gott stjórnborð þar sem hægt er að sjá samantekt yfir alla helstu tölfræði sem er í boði. Þar er einnig hægt að stilla hvaða tímabil þú vilt vera skoða, þjónustu eða staðsetningar ef um fleiri en eina er að ræða. Fyrir neðan stjórnborðið eru svo þær bókanir sem eru á deginum í dag.

     Nokkrar leiðir eru til að fá yfirsýn um þær bókanir sem eru komnar. Hægt er að fá það upp sem dagatal og fá þær listaðar upp sem bæði er svo flokkanlegt eftir starfsmanni, þjónustu eða staðsetningu.

     Starfsmenn geta farið inn í kerfið og skráð sína frídaga og sérstaka daga þar inni. Þar er hægt að skilgreina vissar þjónustur eftir starfsfólki og margt fleira. Eitt af lykilatriðunum sem okkur fannst mjög mikilvægt er að hver starfsmaður getur tengt sitt dagatal við Ameliu og tengjast möguleikar á þjónustum beint við það. Allar þessar stillingar er auðvelt að setja upp og mjög þægilegt að vinna með. Ef við tökum dæmið að einn af þremur starfsmönnum sér um vissa þjónustu og sá starfsmaður bókar tíma hjá lækni sem hann bætir í dagatalið sitt, þá lokast fyrir þá þjónusta sjálfkrafa yfir þann tíma inn í bókunar kerfinu því það sér að enginn er til staðar að sinna þjónustunni.

Það er einfalt í uppsetningu, ódýrt að senda SMS úr því og býður upp á mikið af valmöguleikum.

     Tilkynningar sem kerfið býður upp á er nóg til að uppfylla allar þær kröfur sem við höfum í dag til bókunarkerfis. Það sendir sjálfkrafa pósta til að staðfesta bókanir og allar helstu breytingar sem gætu verið gerðast á bókun. Einnig er möguleiki að senda áminningu fyrir bókun deginum áður. Allar þessar tilkynningar er hægt að senda bæði sem tölvupóst en einnig sem sms. Hvert sms úr kerfinu kostar ekki nema í kringum 3 krónur. Með því að nota snjallar tengingar við textana þá er hægt að láta nafn viðkomandi, hvaða þjónustu hann bókaði, hvar, hvenær og fleira allt koma fram í þeim skilaboðum sem send er á hann.
Möguleiki er að setja kerfið þannig upp að viðskiptavinirnir sjálfir hafi möguleikann að skrá sig inn í kerfið og sýsla með bókanirnar sínar.

     Höfum við sett þetta kerfi upp og nýttum við okkur að kerfið sendir einnig póst eftir að þjónustu lýkur til að gera þjónustukönnun.

     Allt sem ég hef farið yfir hérna er ástæðan fyrir því að við notum þetta kerfi og mælum með því fyrir alla okkar viðskiptavini sem hafa not fyrir það.

     Það er einfalt í uppsetningu, ódýrt að senda SMS úr því og býður upp á mikið af valmöguleikum. Það er enginn mánaðarlegur kostnaður sem fylgir því að fá kerfið hjá okkur ef þinn vefur er í hýsingu hjá okkur.

Það er enginn mánaðarlegur kostnaður!

fyrir þá sem eru í hýsingu hjá okkur.

Hafðu samband

Við höfum gaman af spjalli