Eyesland

Eyesland vefurinn er lifandi markaðstæki sem notaður er til að selja vörur í gegnum netið. Vefurinn keyrir á WooCommerce og hefur aukatengingar. Huga þarf að mörgu við sölu gleraugna á netinu. Margir stillingarmöguleikar eru í boði þegar keypt eru gleraugu. Teikna þarf upp mynd sem sýnir alla möguleika sem eru í boði og stillingarnar eru keðjuverkandi.

Síðar voru sett upp skilyrði sem þurfa að vera til staðar á vefnum og fyrirbyggja að í boði séu vörur sem ekki sé hægt að búa til. Þetta getur verið líkt og vissir strykir þurfa visst mikið þjappað gler og annað álíka

Til að hámarka virkni vefsins voru settar upp síður sem kynna vörumerkin sérstaklega og auka áherslua á þau í gegnum svæði á forsíðunni. Forsíðan tekur sífelldum breytingum og er uppfærð með myndum sem passa við áheslur markaðssetningarinnar hverju sinni.

Eitt sem þurfti að vanda sérstaklega var bókunarkerfi sem virkar fyrir sjónmælingar. Um var að ræða tvær verslanir sem bjóða upp á mælingar og ólíka þjónustu sem tekur mislangan afgreiðslutíma. Mikilvægt var að tryggja að sjóntækjafræðingar í hvorri verslun fyrir sig hefðu góða yfirsýn yfir bókanir á netinu. Þetta átti við jafnt við um þegar þeir voru við tölvu sem og á ferðinni. Af þeim sökum var notað kerfi sem gefur aðgang að gögnum í símann þeirra. Til að leysa þetta notuðum við bókunarkerfi sem heitir Amelia, og hægt er að lesa um hér.

Með áherslu á auglýsingasvæði á forsíðu, sem sífellt tekur breytingum, skapar vefurinn sér sérstöðu ásamt því að vera eina gleraugnaverslunin sem býður upp á að kaup gleraugna með styrk á netinu.

Shopping Basket