Hestamannafélagið Skagfirðingur

Hestamannafélagið Skagfirðingur hafði samband til að láta uppfæra vefinn. Okkur var bæði ljúft og skylt að taka það verkefni að okkur. Félagið átti mikið af gömlum fréttum og myndum af fyrri vef. Þeir vildu halda því öllu til haga svo saga félagsins hyrfi ekki. Okkur tókst að færa allar fréttir og myndir af gamla vefumsjónarkerfninu og yfir á nýjan vef.

Áherslur vefsins er að deila upplýsingum til félagsmanna, sýna væntanlega viðburði og koma greinagerðum á einn stað.

Forsíðan er nýtt sem fréttaveita sem sýnir nýjustu fréttirnar og við hliðina dagatal sem er beintengt við Google Calander. Tosar vefurinn heldur utan um viðburði sem settir eru á dagatalið og birtir á forsíðu félagsins. Afgangurinn var leystur með því setja færslur á sérstök svæði á undirsíðuna Félagið.

Einfalt viðmót var haft að leiðarljósi við hönnun vefsins og markmiðið að auðvelt væri að sjá nýjustu fréttir og viðburði sem félagið kemur að.

Shopping Basket