Matkráin

Matkráin enkennist af hlýjum litum og þægilegum anda. Brúnir litir í bland við viðarhúsgögn, skær ljós og falleg blóm einkenndu andrúmsloftið um leið og við gengum inn. Viðmót eigandans, Jakobs, gaf til kynna að hér yrði þægilegt að borða og njóta verunnar. Við settumst niður og ræddum um hvernig heimasíðu hann vildi. Við sáum, það lá mikið á og að síðan þarf að vera þægileg og einföld í notkun. Fyrir veitingastaði er mikilvægt að heimasíða sé ekki of flókin. Við vildum að heimasíðan endurspeglaði andrúmsloftið sem Jakob hafði skapað á Matkránni.

Við lögðum upp með Onepage sniðmát. Við stungum upp á, að takmarka undirsíður eins og kostur er, vildum frekar leggja áherslu á að birta mikilvægar upplýsingar á forsíðunni. Slíkt kallar á einfaldleika og snyrtilegan frágang frá upphafi. Við vildum að myndir af staðnum birtist fyrst, svo viðskiptavinnurinn sjái fyrir sér andrúmsloftið á staðnum, hlýja liti og bjartan stað. Við settum slider á myndirnar svo þær rúlla hver af annari nægilega hratt þannig að viðskiptavinurinn sér heildarmyndina. Myndirnar tókum við sjálfir.

Fyrir neðan myndirnar er matseðill staðarins. Við þurftum að passa upp á að forsíðumyndin væri ekki of stór þannig að matseðillinn sæist ekki, þess vegna sést aðeins í toppinn af honum og svo færir viðskiptavinnurinn sig neðar á síðuna.

Matseðilinn á vefsíðunni er nákvæm endurspeglun af þeim sem er á staðnum. Við settum hann í einfaldar línur svo þægilegra yrði að skoða hann í síma. Litur og letur er einnig sett upp til að endurspegla þá liti sem eru á staðnum.

Neðst á síðunni eru mikilvægar upplýsingar um starfssemi Matkrárinnar. Við settum inn grunnupplýsingar um hvað veitingar væru í boði, sérhæfingu, hráefniskröfur og ástæðu þess að setjast niður og fá sér kaffibolla. Við settum inn staðsetningu staðarins með símanúmeri og póstfangi. Allt er þetta sett upp sem hlekkir, svo ef smellt er á þá í síma þá opnast símanúmer svo ekki þarf að slá það inn. Eftir að viðskiptavinur hefur skoðað matseðilinn er líklegt að hann leiti eftir opnunartíma og staðsetningu og því er uppsetningin með þessu móti.

Shopping Basket