fbpx

Getum við hjálpað?

Hér eru stuttar lýsingar á helstu þjónustum sem við veitum.
Þetta er þó ekki tæmandi listi svo ekki hika við að heyra í okkur.

Setjum áherslu á að búa til markaðstæki sem virka

Bjóðum fjölbreytta þjónustu í kringum vefi. Öflug og virk heimasíða skapar jákvæða ímynd og eykur trú viðskiptavina á fyrirtækinu eða vörumerkinu. Tökum að okkur uppsetningu, umsjón og eftirfylgni vefsíðu, netmarkaðssetningu og samfélagsmiðlum.

Vanti þig ráðgjöf tengda netlausnum eða samskiptum veitum við slíka þjónustu. Áherslan er á að fyrirtæki vandi sig í samskiptum við viðskiptavini og byrgja. Samfélagsmiðlar hafa flækt samskiptaumhverfið og hefur opnað á fleiri raddir. Innri samskipti fyrirtækja er mikilvægur þáttur til að byggja upp jákvæðan starfsanda sem skilar sér í ánægðra starfsfólki.

Við leggjum áherslu á netmarkaðssetningu en getum aðstoð einnig þegar kemur að prent miðlum og verið ráðgefandi tengt öðrum miðlum.

Við bjóðum uppá umsjón með samfélagsmiðlum og markpóstum við. Við notum eigin kerfi til að halda utanum þjónustuna. Kerfin sem við notum má sjá hér.

Starfsfólk þarf að afla sér nýrrar þekkingar til að mæta breyttri stöðu á markaðnum. Tæknin breytist hratt og því getur verið gott að fá upprifjun á þekkingu sem fyrir er eða læra eitthvað nýtt. Sem dæmi, hvernig næst hraði í tölvuvinnslu, hvernig tryggir þú öryggi barna á netinu o.fl. Auk þess höldum við námskeið fyrir fyritæki. Meðal annars er farið í á hvern hátt má auðvelda utanumhald með samfélagsmiðlum til að gera þá að samvinnuverkefni innan fyrirtækis.

Mikil vinna var lögð í að finna og þróa kerfi sem auðveldar vinnu í kringum samfélagsmiðla og póstlista fyrir viðskiptavini. Póstlistakerfið er sett upp til að hámarka dreifingu og lágmarka líkur á að póstur endi í ruslpósti. Með kerfinu getum við aðstoðað við uppsetningu á póstlistum, söfnun netfanga og hönnun. Póstlistakerfi býður upp á tengingar við vefverslanir og sjálfvirkni í eftirfylgni til að hámarka sölu. Samfélagsmiðlakerfið er sérstaklega hannað með samvinnu í huga. Við viljum að viðskiptavinir hafi góða yfirsýn yfir þá vinnu sem lagt er af stað með. Í gegnum kerfið okkar getum við tryggt það sem og samvinnu.

Veflausnir

Vefsíðugerð, greiningar, lagfæringar

Ráðgjöf

Samskipti, samfélagsmiðlar, finna lausnir

Markaðssetning

Samfélagsmiðlum, borðar, markaðsplön

Námskeið

Tölvuvinna, samfélagsmiðlar, tölvur og börn

Kerfin okkar

Samfélagsmiðlar, póstlistar, vefumsjón