Alhliða markaðlausnir

Markaðssetning

Við sérhæfum okkur í netmarkaðssetningu en getum aðstoðað með fles sem telst til markaðssetningar. Við erum á þeirri skoðun að netið er framtíðin í  arkaðssetningu en þó megi ekki gleyma öðrum miðlum. Markaðssetning af og á netinu á að styrkja hvor aðra.

Við leggjum áherslu á netmarkaðssetningu en getum aðstoð einnig þegar kemur að prent miðlum og verið ráðgefandi tengt öðrum miðlum.

Við bjóðum uppá umsjón með samfélagsmiðlum og markpóstum við. Við notum eigin kerfi til að halda utanum þjónustuna. Kerfin sem við notum má sjá hér.

Digital Marketing
Netmarkaðssetning

Það færist í vöxt að fólk noti netið daglega. Netið nær til allra aldurshópa og sá hópur sem stækkar mest er eldra fólkið. Einn stærsti kostur netauglýsinga er að allt er mælanlegt. Hægt er að sjá hvað ber árangur og hvað ekki. Nánast engin takmörk eru á hvað hægt er að gera með markaðssetningu þegar markvissar árangursmælingar liggja fyrir. Fjölgun verslana sem setja upp vefverslanir er staðreynd og vörur sendar um allt land til að þjónustu landsbyggðirnar betur og opna þar með nýtt markaðssvæði. Gögnum í gegnum vef er auðvelt að safna og nýta í markaðssetningu.

App Development
Samfélagsmiðlar

Flestir á Íslandi nota Facebook en með árunum hefur meðal adurinn hækkað þar töluvert á meðan miðlar líkt og Instagram og Snapchat hafa verið að ryðja sér braut fyrir yngri kynslóðina. Þegar unnið er að því að komast áfram á samfélagsmiðlum verðum við að gera okkur grein fyrir hver markhópur hvers miðils er.

Teljum við að stærstu mistök hjá fyrirtækjum þegar nota samfélagsmiðla sem auglýsingaveitu en ekki sem leið að tengjast sínum viðskiptavinum. Með því að vera mannleg og sína fólkið í fyrirtækinu, Með því tengist þú nánar þínum viðskiptavinum. Hinsvegar eru til auglýsingakerfi sem einnig er hægt að nýta sér til að ná ennþá betur til þess hóp sem líkar við þig nú þegar.

Facebook Pixel er tól sem sett er á heimasíðuna hjá þér og gerir þér kleyft að senda svo auglýsingar á þá sem hafa skoðað síðuna þína eða vissa parta af henni.

Það er munur á því sem skilgreint er sem færsla og auglýsing en ekki er óalgengt að sjá fyrirtæki nota færslur sem auglýsingar og greiða svo fyrir dreifingu á færslum sem ætti að vera gert sem sérstakar auglýsingar.

Hægt er að lesa um kerfið okkar hér.

Email Marketing
Markpóstar

Margir kostir eru við póstlista og þar er helst að nefna möguleikann á að senda fólki auglýsingar á öðrum stöðum en á netfang. Með því að fá netföng má auglýsa beint til fólks og fyrirtækja á samfélagsmiðlum og leitarvélum.

Póstlistar er góð leið til að láta vita af uppfærslum, tilboðum og breytingum. Fyrirkomulagið getur aukð sölu og er góð leið til að fylgja viðskiptavinum eftir.

Þegar sala á sér stað verða til gögn sem hægt er að tengja við póstlista sem sendir könnun eða reynir frekari sölu á vörum.

Þeir sem hafa áhuga á vöru eða þjónustu hafa leið til að láta minna á sig eða þig.

Þeir sem sýna áhuga á vöru eða þjónustu á síðunni hafa leið til að láta þig minna sig á þig. Einnig þegar sala á sér stað í gegnum netið verða til gögn sem hægt er að tengja við póstlista sem sendir svo könnun eða reynir að upp- eða kross selja.

Seo
Leitarvélabestun

Það eru alltaf breytingar að gerast í því hvernig Google og aðrar leitarvélar greina það efni sem er á vefnum hjá þér. Í mjög einföldu máli þá meta þeir efnið og vefinn útfrá fullt af forsendum og gefa þér einkunn. Þegar farið er í leitarvélabestun þá snýst hún að mestu um að hækka þessa einkunn. Til eru margar leiðir til að ná því í gegn en okkar raun hefur verið sú að ef vefurinn er tæknilega rétt upp settur þá virkar sama regla og fyrir 10 árum. Reglan er “content is king” eða efnið er ásinn.

Við tökum að okkur að laga vefinn til og gera hann tilbúinn fyrir að fá góða einkunn og einbeitum okkur svo að því að þú fáir tólin sem þú þarft til að vera skapandi og búa til efni sem skilar sér í að þú komir ofar í leitarniðurstöðum. Efnið sem búið er til á að snúast um notandann en ekki algóriðma leitarvélanna.