Fræðsla sem skilar sér

Námskeið

Þekking meðal starfsmanna er fljótur að borga sig til baka fyrir fyrirtæki. Við erum með ýmisleg námskeið eða fyrirlestra tengt markaðsmálum, samfélagsmiðlum eða einfaldleg hvernig á að vinna betur á tölvuna hjá sér.

Starfsfólk þarf að afla sér nýrrar þekkingar til að mæta breyttri stöðu á markaðnum. Tæknin breytist hratt og því getur verið gott að fá upprifjun á þekkingu sem fyrir er eða læra eitthvað nýtt. Sem dæmi, hvernig næst hraði í tölvuvinnslu, hvernig tryggir þú öryggi barna á netinu o.fl. Auk þess höldum við námskeið fyrir fyritæki. Meðal annars er farið í á hvern hátt má auðvelda utanumhald með samfélagsmiðlum til að gera þá að samvinnuverkefni innan fyrirtækis.

Digital Marketing
Netmarkaðssetning

Fyrirtæki geta tekið hluta af vinnunni, framkvæmt hana innanhús og sparað fjármagn. Forsendan er að starfsmaður sé til staðar sem hefur hæfni og þekkingu til að taka að sér verkefnin. Kennt er í litlum hóp, sem námskeið, og farið yfir hvernig mælieiningar eru og virkni þeirra. Auk þess er farið í hvaða leiðir er hægt að nota til að ná meiri árangri og stilla upp einfaldri herferð.

Social Media
Umsjón samfélagsmiðla

Farið er yfir helstu atriði sem þarf að hafa í huga varðandi utanumhald og skipulag samfélagsmiðla.

Skoðað hvernig markhóparnir skiptast á milli miðla og hvernig þeir eru notaðir á ólíkan hátt. Með því að temja sér yfirsýn og markvissa vinnu er hægt að spara tíma og hámarka árangur. Farið verður yfir hvernig þú lest úr tölfræðinni sem samfélagsmiðlanir láta okkur í té. 

Web Development
Vinna á tölvum

Til eru margar flýtileiðir sem gott er að nota í tölvuvinnu. Með því að fylgjast með á fyrirlsetri getum við sýnt notendum á hvern hátt þeir geta sparað sér nokkrar mínútur á dag og hvernig hægt er að nota skjáina betur sem unnið er við.

Fræðslan byggist á 40 mínútna fyrirlestri og þátttakendur fá lítið spjald með algengum og góðum flýtileiðum.

Ef okkur tekst að spara fjórum starfsmönnum 4 mínútur á dag, með flýtileiðum, borgar fyrirlesturinn sig fljótt.

Health Insurance
Tölvur og börn

Markaðssýn gefur fyrirlestur til þeirra sem vinna með foreldrum. Þetta geta verið foreldrafélög, skólar, leikskólar, íþróttafélög og aðrir sem vinna með foreldrum.

Fyrirlesturinn fjallar um hvernig og af hverju eigum við að tryggja öryggi barna á netinu. Farið er yfir hvaða hættur leynast og hvernig við getum varið börnin. Bent verður á lausnir til að tryggja börn á netinu og í tölvum almennt ásamt því að vekja fólk til umhugsunar um á hvern hátt við nálgumst tölvur fyrir börn. 

Hægt er að fá nánari kynningu á fyrirlestrinum ef áhugi er fyrir hendi í samfélagi þínu.