Samskipti, verkefnastjórn eða upplýsingaflæði

Ráðgjöf

Við getum komið að margvíslegum verkefnum allt frá vef og markaðsmálum yfir í samskipti og verkefnastjórn. Höfum reynslu af því að aðstoða fyrirtæki að laga innri samskipti og skipulag verkefna.

Vanti þig ráðgjöf tengda netlausnum eða samskiptum veitum við slíka þjónustu. Áherslan er á að fyrirtæki vandi sig í samskiptum við viðskiptavini og byrgja. Samfélagsmiðlar hafa flækt samskiptaumhverfið og hefur opnað á fleiri raddir. Innri samskipti fyrirtækja er mikilvægur þáttur til að byggja upp jákvæðan starfsanda sem skilar sér í ánægðra starfsfólki.

Split Testing
Markaðsráðgjöf

Við veitum fyrirtækjum ráðgjöf með markaðsskipulag, nálgun samfélagsmiðla ásamt mörgu öðru. Reynsla okkar í vinnu með fyrirtækjum sýnir að oft vantar samræður við þann sem hefur meiri reynslu í markaðsherferðum ferkar en að það vanti heilstæða markaðsherferð. Sem dæmi þarf að ræða auglýsingu, uppbyggingu hennar, texta eða hvort eitthvað sé á döfinni.

Vinnan er oftast unnin sem tímavinna og getur heildarverð því sveiflast eftir þörf hvers fyrirtækis.

Með góðu markaðsskipulagi er hægt að vinna efni fyrir auglýsingar og samfélagsmiðla fram í tímann. Í því felst mikill tímasparnaður og tryggir frekar vandað efni, það er kostnaðarsamt að vinna allt á síðustu stundu.

Support
Samskipti

Eitt það mikilvægasta fyrir góðan starfsanda eru samskipti. Takist að koma á jákvæðum samskiptum starfsmanna á milli hefur það oftar en ekki góð áhrif á starfsandann sem leiðir til meiri vellíðunar í starfi og aukin afköst.

Til eru margar leiðir til að taka á vandanum. Eitt algengasta vandamálið sem við heyrum af er skortur á samskiptum er varða auglýsingar, birtingu þeirra og innhald. Samskiptavandinn getur valdið togstreitu á milli starfsmanna en einnig við viðskipavini. Hægt er að leysa málið á einfaldan hátt sé vilji fyrir hendi.  

Innra svæði starfsfólks er oft illa nýttur vettvangur þar sem einhliða samskipti virðast eiga sér stað. Oftar en ekki senda yfirmenn póst á starfsmen en svæðið ekki notað í samskipti á milli starfsmanna.

Think outside the box
Verkefnastjórn

Þegar kemur að utanumhaldi stórra verkefna, þar sem margir koma að, er auðveldlega hægt að missa yfirsýnina. Með réttu skipulagi og tólum er hægt að einfalda þessa yfirsýn. Hafi maður verkefni sem unnið er að á einum stað þar sem fylgst er með stöðunni, sendar áminningar og á einfaldan hátt séð hver sé ábyrgur fyrir hvaða hluta, er hægt að bæta árangurinn og yfirsýnin verður betri.

Því fleiri sem koma að verkefninu því auðveldara er að missa tökin. Sama á við ef klára þarf mörg undirverkefni áður en stóra verkefnið er klárað. Mikilvægt er að nýta sér kerfi sem heldur utan um það.

Með reynslu af að setja upp stór og flókin verkefni getum við aðstoðað fyrirtæki að koma upp skipulagi og þannig hámarka árangur. Við getum komið beint að verkefnum eða eingöngu að uppsetningu þeirra, framkvæmdin er svo hjá viðskiptavininum.