Allt fyrir þína heimasíðu

Veflausnir

Við sérhæfum okkur í uppsetningu á WordPress vefjum og netmarkaðssetningu.
Erum með ýmsa þjónustu tengda hvoru tveggja.

Bjóðum fjölbreytta þjónustu í kringum vefi. Öflug og virk heimasíða skapar jákvæða ímynd og eykur trú viðskiptavina á fyrirtækinu eða vörumerkinu. Tökum að okkur uppsetningu, umsjón og eftirfylgni vefsíðu, netmarkaðssetningu og samfélagsmiðlum.

Web Development
Vefsíðugerð - WordPress

Vefirnir eru settir upp í vefumsjónarkerfinu Word–Press. Kerfið er mjög opið og þess vegna var tekin ákvörðun um að nota það. Kerfið gefur auk þess mikla möguleika. Hægt er að tengja flest kerfi beint við Word–Press, t.d. póstlista og bókunarkerfi. Þessir möguleikar bæta kerfið og gerir okkur kleift að setja upp vefi sem minnka álag og leysa vandamál. Annar stór kostur við kerfið er að kostnaðurinn er ekki mikill og á móti getum við haldið verði á uppsetningum niðri.

Word–Press er svokallað Open Source kerfi þýðir að margir hafa útbúið það. Kerfið er útbreiddasta og mest notaða vefumsjónarkerfi í dag. Miklar framfarir hafa orðið á kerfinu undanfarin ár og þá sérstaklega með tilliti til vinnu notenda á vefnum.

Það að notandi geti auðveldlega unnið á vefnum hafa fyrirtæki, sérstaklega minni fyrirtæki, getað sparað sér kostnað sem fylgir utanumhaldi og uppfærslu.
Með þessum valkosti, að sinna verkefnum sjálfur, stjórna notendur meira sínu efni.

Auðvelt er að færa Word–Press vefi á milli hýsingar- og þjónustuaðila. Vilji viðskipavinur færa vef á milli þjónustuaðila er það hægt.

Startup
Vefsíðugerð - Markaðssýn CMS

Með þessu kerfi getum við sett upp vefi á skemmri tíma og ódýrara en við höfum gert áður. Kerfið er lokað og einfaldar því allar uppfærslur og viðhald á heimasíðum sem settir eru upp í Markaðssýn CMS. Ef þú ert að leita að einfödum vef sem á að virka sem ýmind fyrir þitt fyrirtæki þá er þetta lausnin fyrir þig.

Það er ýmsar takmarkanir á því hvað við getum gert í þessu kerfi en vegna þeirra getum við boðið verð sem áður voru ekki möguleg.

Data Analysis
Greiningar

Við sjáum um greiningar á vefjum til að finna hvað þarf að gera betur. Förum yfir núverandi vef, samfélagsmiðla og metum efnið til að sjá hvernig það vinnur saman. Við skoðum hvort kóða sé að finna á heimsíðunni sem á ekki að vera. Við skoðum hvort síðan standist kröfur leitarvélabestun og hvað má betur fara í þeim efnum.

Leitarvélabestun getur haft mikil áhrif á hvar síðan kemur upp í leitarniðurstöðum en tæknileg uppsetning hennar hefur áhrif á það.

Mikið ber á að fyrirtæki hafi ekki klárað uppsetningu allra möguleika sem samfélagsmiðlar bjóða upp á en það kemur fram í greiningarvinnunni.

Greining er oft fyrsta skrefið í samvinnu við okkur.

Þegar greiningu er lokið fær viðskiptavinur skriflega niðurstöðu og getur óskað eftir áframhaldandi vinnu eða fengið tilboð.

Solution
Tímabókunarkerfi | Amelia

Við völdum að þýða kefið Amelia Booking vegna möguleikana sem það býður upp á. Með einfaldri uppsetningu og þægilegu viðmóti getum við sett upp bókunarkerfi á stuttum tíma sem stenst allar kröfur. Kerfið hentar þeim vel sem selja þjónustu og þurfa að láta bóka tíma. Dæmi um rekstur sem kerfið passar fyrir er gleraugnaverslanir, hárgreiðslustofur, læknastofur og önnur sérhæfð þjónusta.

Meðal eiginleika sem kerfið býður uppá er tengin við vefverslanir svo hægt er að ganga frá greiðslum beint í bókunarferlinu, samkeyrsla með dagatölum ásamt öðru. Lögð var vinna í að þýða allt kerfið en svo lögum svo þýðingar þannig að það henti þeim rekstri sem við á.

Hægt er að lesa nánar um kerfið hér: Amelia Booking.

Cloud Computing
Hýsing

Við hýsum vefina okkar á þjónum hjá samstarfsaðila og þjónustum þá. Innifalið í verði hýsingar er grunnþjónusta við vef, ýmis plugin sem sett eru upp honum til varnar, aðgangur að fleirum og ókeypis einföld netföng. Þjónusta sem fylgir hýsingunni nægir til að endurstilla lykilorð, laga minniháttar villur og fá lausn við einföldum vandamálum.

Í gegnum samstarfsaðila höfum við aðgang að mögrum pluginum fyrir Word-Press sem þeir njóta sem hýsa hjá okkur.

5.900kr. / án vsk

á mánuði

  • Uppfærslur á WordPress og plugin
  • Öryggi sérstakar ráðstafanir
  • Þjónusta grunn innifalin
Email Marketing
Netföng

Þörf viðskiptavina okkar fyrir tölvupósta er líkt og hjá flestum fyrirtækjum, lykilþáttur í starfseminni. Okkar reynsla sýnir að þegar viðskiptavinur hefur fengið vef vilja þeir þjóustuna líka. Margir vildu fá uppsetningu á síma, tryggja að þau tengist við Outlook og annað í þeim dúr. Til að koma á móts við viðskipavinina settum við upp þjónstu sem tryggir tölvupóst með mörgum eiginleikum. Tölvupósturinn býður uppá tenginar fyrir flest tæki og forrit og tryggir einnig tengingar á milli, gagnahýsingu, innra spjall, dagatal og fleira.

Við mælum með þessum netföngunum en vilji viðskipavinur okkar frekar Google Suite, eða sambærilegar lausnir, aðstoðum við gjarnan við uppsetningu.

790kr. / án vsk

á mánuði  | hvert netfang

  • Vefpóstur aðgengilegur allstaðar
  • Dagatal innbyggt
  • Outlook tenging
  • Virkar á símum iOS & Android